(English below)

Neytendamál eru lýðheilsu- og samfélagsmál, sem snerta hvert og eitt okkar á hverjum einasta degi. Við erum neytendur stóran hluta dagsins og tökum á degi hverjum ákvarðanir sem snerta fjárhaginn og veljum á milli ótal möguleika sem hafa bein áhrif á afkomu okkar og heilsu.

Síðan í október 2018 hef ég verið formaður Neytendasamtakanna. Áður vann ég í um áratug að neytendamálum sem forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, þar sem ég vann meðal annars eflingu og framgangi fjármálalæsis byggðum á rannsóknum, með námsefnisgerð, sjónvarpsþáttum, útvarpspistlum, ráðstefnum, námskeiðum, ráðgjöf jafnframt því að leiða saman helstu hagsmunaaðila, bæði hér heima og erlendis. Þá hef ég setið í fjármálalæsisnefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD‘s International Network for Financial Education) frá 2009.

Undanfarin ár hafa Neytendasamtökin eflst, fyrst og fremst með því að virkja enn betur en áður, þann kraft og samtakamátt sem býr í félagsmönnum sjálfum. Um leið höfum við sótt fram og félagsmönnum hefur fjölgað. Hlutfallslega er hvergi fleiri félagsmenn neytendasamtaka á byggðu bóli, en um fertugastiogfimmti hver Íslendingur er nú félagsmaður í Neytendasamtökunum. Nauðsynlegt er að á Íslandi sé til fjölmenn samstillt og öflug hreyfing fólks sem sér um að veita stjórnvöldum og fyrirtækjum virkt aðhald í neytendamálum og stuðlar þannig að heilbrigðari viðskiptaháttum og betra samfélagi. Neytendasamtökin eru sjálfstæð félagasamtök sem þurfa að vera fjöldahreyfing þvert á flokkspólitík með það að markmiði að auðga lífsgæði félaga sinna með því að aðstoða þá að vera virkir neytendur. Með því að hjálpast að og vinna saman standa íslenskir neytendur margfalt sterkari.

Ég hvet alla neytendur til að ganga í Neytendasamtökin og taka virkan þátt í að bæta hag okkar allra. Það er hægt að gera hér.

Hér eru ítarlegri upplýsingar um mig.

I’m Breki Karlsson, Chairman of the Consumers’ Association of Iceland, formerly founder and Director General of the Institute for Financial Literacy in Iceland. I actively engage in research on consumer issues and financial literacy, and I regularly speak, lecture and consult on the subjects. I have written and edited textbooks, led awareness campaigns, brought public and private stakeholders together and been involved with policy advocacy. Together with a handful of very smart people I co-wrote, co-produced and co-anchored TV series for The Icelandic National Broadcasting Service.

Get in touch!

Insititute for financial literacy  TV Series  fml    book